Persónuverndarstefna

PERSÓNUVERNDARSTEFNA

ALMENNT

Persónuvernd þín skiptir Launafli ehf. miklu máli. Stefna þessi tekur til persónuupplýsinga hvort sem þeim er safnað og þær varðveittar með rafrænum hætti, á pappír eða með öðrum sambærilegum hætti. Stefnan tekur til skráningar, vörslu og vinnslu á persónuupplýsingum sem falla undir stefnuna.

PERSÓNUVERNDARLÖGGJÖF

Um meðferð persónuupplýsinga gilda lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga eins og þau eru á hverjum tíma, sem og viðkomandi gerðir samningsins um Evrópska efnahagssvæðið. Taka lögin m.a. á vinnslu, vörslu og miðlun persónuupplýsinga.

ÁBYRGÐ

Launafl ehf. ber ábyrgð á skráningu persónuupplýsinga og meðferð þeirra upplýsinga í starfsemi sinni. Launafl ehf. með aðsetur að Hrauni 3, 730 Reyðarfirði, eru löglegir stjórnendur persónuupplýsinga sem þú veitir fyrirtækinu. Hægt er að hafa samband við okkur með því að senda skriflega fyrirspurn á launafl@launafl.is og með því að hringja í síma 414-9400.

SÖFNUN OG NOTKUN

Við söfnum upplýsingum um:

Nafn þitt, Launafls símanúmer og Launafls netfangi og miðlum því meðal annars áfram á heimasíðu fyrirtækisins til að gefa starfsmönnum, viðskiptavinum og byrgjum upplýsingar um þjónustu fyrirtækisins.

Nafn þitt, kennitölu, heimilisfang, símanúmer, netfang, fjölskylduhagir, kunnáttu, menntun, reykingar, sakavottorð, meðmælanda og starfsferil til ákvörðunar um ráðningu þegar sótt er um starf hjá launafli ehf.

Læknisvottorð sem starfsmaður afhendir starfsmannastjóra til að geta haldið utan um fjarvistir starfsmanna vegna óvinnufærnis og sannreynt þær fjarvistir.

Nafn þitt og tegundir fæðisúttekta til að geta pantað, greitt og rukkað fæðisúttektir þínar.

Nafn þitt og tímabil orlofstöku, stöðu orlofs og réttinda til orlofstöku til að hafa eftirfylgni og eftirlit með töku orlofs og hver fjöldi starfsmanna er til vinnu hverju sinni.

Menntun þína, fræðslu og réttindi til að geta úthlutað verkefnum og vinnu í samræmi við hæfni og menntun.

Nafn þitt, símanúmer, netfang, kennitölu, heimilisfang, nánasta aðstandanda og símanúmer þess til að stofna þig í kerfum fyrirtækisins til bókhaldsskráningar, verkskráningar, viðskiptasambands og til launa.

Nafn þitt, símanúmer, netfang, kennitölu, heimilisfang, starfsferil og ráðningarform hjá Launafli ehf. til að skrá í bakvörð sem heldur utan um tímaskráningar þínar fyrir laun.

Nafn þitt símanúmer, kennitölu, heimilisfang, tegund starfsloka og ástæðu starfsloka við starfslok til að fylgja eftir gæðakerfi fyrirtækisins um skil á búnaði, lokun kerfa og aðgengi. Ásamt til fræðslu, nýtingu og umbóta á mannauðsmálum fyrirtækisins.

Nafn þitt, menntun, reynslu, bankanúmer, orlofsbókarnúmer í hvaða lífeyrissjóð og stéttarfélag þú vilt greiða til, skatta upplýsingar og meðlagsgreiðslna, til að stofna til ráðningarsamning og til að fyrirtækið geti greitt þér laun og staðið skil á öllum launatengdum gjöldum.

Nafn þitt, kennitölu, undiskrift, fræðsluóskir, markmiðssetningu og aðrar upplýsinga frá starfsmannasamtölum þínum við þinn næsta yfirmann til að efla samstarf, samskipti og árangur í starfi.

Nafn þitt til skráningar í fundagerðir til að halda utan um mætingu á fundi, ábyrgð á ákveðnum verkefnum og úrbótum.

Nafn þitt, mynd, kennitölu og stöðu til að setja á vinnustaðaskírteini sem þér ber að hafa við vinnu hjá Launafli ehf samkvæmt lögum um eftirlit á vinnustöðum ASÍ og SA.

Nafn þitt, tegund námskeiða, réttinda og gildis tíma þeirra til að setja inn á starfsmannalista verks og í hæfnisskírteini sem þú færð úthlutað til eftirfylgni á stöðu réttinda og gildistíma þeirra í þeim tilgangi að þú megir framkvæma viðkomandi verk.

Nafn þitt, kennitölu, starf og fatastærð til að geta útvegað þér viðeigandi öryggisbúnað og vinnufatnað.

Myndir og myndbönd, þar sem þú kemur fyrir á viðburðum og/eða við vinnu fyrirtækisins með samþykki þínu í því skyni að nota eingöngu til lögbundis tilgangs eða í fyrirfram ákveðnum og samþykktum tilgangi.

Nafn þitt og undirskrift á áhættugreiningar, dagkort, beiðni um aukaverk og annara skjala sem eru staðsett í verkmöppum verka.

Tilfallandi upplýsinga þegar þörf er á með samþykki þínu.

MIÐLUN

Við seljum aldrei persónuupplýsingar um þig. Við miðlum aldrei persónuupplýsingum til þriðja aðila án þess að samþykki þitt fyrir miðluninni liggi fyrir (sem þér er frjálst að hafna) nema þar sem okkur er það skylt samkvæmt lögum eða í þeim tilvikum sem talin eru upp í IV. kafla eða í næstu málsgrein.

Okkur er heimilt að miðla persónuupplýsingum til þriðja aðila (vinnsluaðila) sem er þjónustuveitandi, umboðsmaður eða verktaki okkar í þeim tilgangi að ljúka við verkefni eða veita þér þjónustu eða vöru sem þú hefur beðið um eða samþykkt. Okkur er einnig heimilt að deila upplýsingum með vinnsluaðilum þegar það er nauðsynlegt til að vernda brýna hagsmuni t.d. við innheimtu á vanskilakröfu. Við deilum einnig upplýsingum með vinnsluaðilum til að standa skil í ráðningar- og viðskiptalegum tilgangi. Við deilum einnig upplýsingum með vinnsluaðilum sem vinna með okkur við markaðsstörf. Við höfum aðkeypta þjónustu á hýsingaraðila til að aðstoða við utanumhald og koma í veg fyrir að öryggisbrot verði. Við afhendum vinnsluaðilunum einungis þær persónuupplýsingar sem eru nauðsynlegar fyrir þá í framangreindum tilgangi og gerum við þá samning þar sem þeir undirgangast skyldu um að halda upplýsingum um þig öruggum og nota þær einungis í framangreindum tilgangi.

VERNDUN

Launafl ehf. leggur mikla áherslu á að vernda vel allar persónuupplýsingar og hefur því yfir að skipa innra eftirlitskerfi sem á að tryggja að ávallt skulu gerðar viðeigandi tæknilegar og skipulagslegar öryggisráðstafanir.

Við munum tilkynna þér án ótilhlýðilegrar tafar ef það kemur upp öryggisbrot er varðar persónuupplýsingarnar þínar sem hefur í för með sér mikla áhættu fyrir þig. Með öryggisbroti í framangreindum skilningi er átt við brot á öryggi sem leiðir til óviljandi eða ólögmætrar eyðingar persónuupplýsinga eða að þær glatist, breytist, verði birtar eða aðgangur veittur að þeim í leyfisleysi.

VARÐVEISLA

Launafl ehf. reynir eftir fremsta magni að halda persónuupplýsingum um þig nákvæmum og áreiðanlegum og uppfærir þær eftir þörfum. Við varðveitum persónuupplýsingar um þig í þann tíma sem við teljum nauðsýnlegan nema þú hafir með samþykki þínu veitt okkur heimild til að varðveita þær lengur eða ef okkur er það nauðsynlegt til að uppfylla lagaskyldu. Við munum hætta allri vinnslu með persónuupplýsingarnar frá þeim tíma sem ekki er þörf á þeim lengur. Ef möguleiki er á að persónuupplýsinganna kunni að vera þörf síðar til að uppfylla lagaskyldur, t.d. gagnvart skattyfirvöldum, eða til að höfða eða verjast réttarkröfu, munum við taka afrit af hlutaðeigandi persónuupplýsingum og varðveita þær á öruggu formi eins lengi og nauðsyn ber til.

RÉTTINDI ÞÍN

Þú átt rétt á og getur óskað eftir eftirfarandi upplýsingum með því að senda skriflega fyrirspurn á launafl@launafl.is:

Að fá að vita hvaða persónuupplýsingar eru skráðar um þig og hvernig þær eru tilkomnar og fá aðgang að persónuupplýsingunum.

Að fá upplýsingar um hvernig persónuupplýsingar um þig séu unnar.

Að persónuupplýsingar um þig séu uppfærðar og leiðréttar.

Að persónuupplýsingum um þig sé eytt, ef ekki er lengur málefnaleg ástæða til að varðveita þær.

Að andmæla og / eða takmarka hvernig persónuupplýsingar séu unnar.

Að fá afhendar persónuupplýsingar sem þú hefur látið okkur í té eða að þær séu sendar beint til annars aðila með þeim takmörkunum sem réttindi og frelsi annarra setja.

Að afturkalla samþykki þitt til vinnslu þegar vinnsla byggist á þeirri heimild með sama hætti og þú gafst það eða með því að senda á okkur skriflega fyrirspurn.

Að fá upplýsingar um hvort fram fari sjálfvirk ákvarðanataka, þ.m.t. gerð persónusniðs og þau rök sem þar liggja að baki og einnig þýðingu og fyrirhugaðar afleiðingar slíkrar vinnslu.

Beiðni þín verður tekin til greina og þér afhentar upplýsingarnar (þegar það á við) innan hæfilegs tíma, þó með þeim takmörkunum sem réttindi og frelsi annarra gera, þ.m.t. viðskiptaleyndarmál og hugverkaréttindi. Þér verður tilkynnt og gefin skýring ef töf verður á afgreiðslu eða ef ekki er unnt að verða við beiðninni að fullu eigi síðar en mánuði frá móttöku hennar. Þú getur kvartað til Persónuverndar ef við neitum að afhenda þér ákveðnar upplýsingar.

BREYTINGAR

Persónuverndarstefnan er endurskoðuð reglulega og kann því að taka breytingum. Þegar efnislegar breytingar eru gerðar sem hafa áhrif á réttindi þín munum við tilkynna sérstaklega um þær með tölvupóstskilaboðum. Við tökum öllum athugasemdum um persónuverndarstefnuna fagnandi og hvetjum þig til að senda okkur fyrirspurn.