Launafl rekur öflugt vélaverkstæði með renniverkstæði, stál- og vélsmiðju.
Starfsfólk vélaverkstæðisins er um 50 manns með víðtæka reynslu í faginu. Þar starfa m.a. vélvirkjar, vélfræðingar, stálsmiðir, rafsuðumenn, rennismiður og nemar.
Vélaverkstæðið er staðsett í rúmlega þúsund fermetra vinnslusal með góðan og mikinn tækjakost. Þar má m.a. finna CN rennibekk, CNC fræs, CNC vals, vatnsskurðavél, plötuklippur, 200 tonna kantpressu og þrjá brúkrana. Einnig er töluvert af minni tækjum, s.s. lokkur, rörabeygjuvél, sagir, rafsuður og smærri verkfæri.
Vélaverkstæðið leggur megin áherslu á að veita framúrskarandi þjónustu, með því að nota þá reynslu og sérfræðiþekkingu á sviði málmvinnslu sem starfsfólk og stjórnendur búa yfir.
Helstu verkefni
mán.-fim. 8:00-17:00
fös. 8:00-16:00
Aðstoðar deildarstjóri
Stanislaw Myszak
s. 840-7218
stan@launafl.is
Aðstoðar deildarstjóri
Ásmundur Pétur Svavarsson
s. 847-8207
asmundur@launafl.is