Reikningsviðskipti

Mánaðarleg reikningsviðskipti hjá Launafli miðast við að viðkomandi fyrirtæki sé í áhættuflokki 1– 6 samkvæmt áhættumati Creditinfo.

Reikningstímabil er almanaksmánuður, gjalddagi reikninga er 5. dagur næsta mánaðar og eindagi 20. þess sama mánaðar nema um annað sé sérstaklega samið.

Reikningar eru sendir út rafrænt með skeytamiðlara eða með tölvupósti á uppgefið netfang. Við fjárhæð reiknings bætist umsýslu- og seðilgjald samkvæmt gjaldskrá hverju sinni. Reikningar eru ekki sendir í pósti. Hægt að senda fyrirspurnir um stöðuyfirlit, reikninga og hreyfingar á launafl@launafl.is

Sé viðskiptareikningur ekki notaður í 6 mánuði eða lengur samfleytt má búast við að reikningi verði lokað án fyrirvara eða frekari aðvarana, sé þörf á áframhaldandi reikningsviðskiptum síðar skal fylla út nýja umsókn um reikningsviðskipti.

Útfylltar og undirskrifaðar umsóknir sendast á launafl@launafl.is

Umsókn um reikningsviðskipti