Jafnréttis- og jafnlaunastefna 2022-2025

Stjórn Launafls hefur samþykkt jafnréttis- og jafnlaunastefnu fyrirtækisins sem var unnin í samræmi við lög nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna. Stefnan nær til allra starfsmanna Launafls og markmiðið er að jafna tækifæri kynjanna og jafna stöðu þeirra innan fyrirtækisins. Launafl ehf. leggur áherslu á að starfsfólk fái sömu laun og njóti sömu kjara fyrir sambærileg og jafn verðmæt störf, óháð kyni. Jafnlaunakerfið er rýnt árlega og jafnlaunamarkmið endurskoðuð út frá niðurstöðum launagreiningar.

Stjórnendur skuldbinda sig að bregðast við þeim frávikum sem koma upp við rýni á jafnlaunakerfinu, sem og eftirfylgni og stöðugum umbótum.

Stefnan verður kynnt starfsfólki Launafls reglulega og unnið að stöðugum umbótum ef þess þarf.

 

Megin marmið Launafls eru eftirfarandi:

  • Starfsfólk skal njóta sömu launa og kjara fyrir sambærileg og jafnverðmæt störf, óháð kyni
  • Einelti, kynbundið ofbeldi, kynbundin áreitni og kynferðisleg áreitni verður ekki liðin á vinnustöðum Launafls
  • Lögð er áhersla á að vera fjölskylduvænn vinnustaður og stuðla að jafnvægi milli vinnu og einkalífs
  • Starfsþjálfun og endurmenntun stendur öllu starfsfólki til boða, óháð kyni
  • Öll mismunun á grundvelli kynferðis, uppruna, kynhneigðar eða annarra persónubundinna þátta, er óheimil

 

 

Stefnan var samþykkt af stjórn 14. desember 2022

Birt 9. janúar 2023