Um fyrirtækið

Launafl ehf var stofnað 6.6.2006 af sex austfirskum fyrirtækjum á Austurlandi út af tilkomu álvers Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði en stofnendur þessa fyrirtækja voru: G. Skúlason ehf, Rafey ehf, Myllan ehf, Rafmagnsverkstæði Árna ehf, Stjörnublástur ehf og Vélgæði ehf. Nokkrar breytingar hafa orðið á hluthafahópnum og eru stærstu eigendur félagsins í dag: Austurafl ehf, Rauðaþing ehf og Myllan Stál og Vélar ehf.

Launafl ehf þjónar nú Alcoa fjarðaál og mörgum öðrum viðskiptavinum og býður þjónustu á flestum sviðum sem lúta af iðnaði. Má segja að einstaklega vel hafi tekist með uppbyggingu félagsins og er það fyrst og fremst að þakka góðum starfsmönnum sem starfa fyrir félagið.