Stefna Launafls í umhverfis-, heilsu- og öryggismálum liggur til grundvallar við alla vinnu. Starfsmenn, stjórnendur og eigendur vinna ötullega að því að fyrirbyggja öll slys, alls staðar og stöðugt umbótastarf er unnið í umhverfis–, heilsu– og öryggismálum. Gerðar eru áhættugreiningar fyrir reglubundnum sem og óreglubundnum verkum. Lagt er kapp á að fylgja lögum, reglugerðum og leyfisákvæðum og í sumum tilfellum gengur fyrirtækið lengra til að tryggja að gætt sé ítrustu varúðar.
Ef að það er ekki öruggt ekki gera það á þann hátt, komdu frekar heill heim til þinna nánustu að vinnudegi loknum