Um Launafl

Launafl ehf. er öflugt iðnfyrirtæki sem býður uppá fjölbreyttar lausnir og þjónustu á Austurlandi.

Starfsfólk Launafls er um 100 manns með víðtaka reynslu og menntun. Deildir fyrirtækisins eru átta talsins: Vélaverkstæði, Byggingardeild, Blikkdeild, Pípulagnir, Verslun/Lager, Tæknideild og tvö Rafmagnsverkstæði. Starfsemi Launafls felst einkum í fjölbreyttri þjónustu á sviði iðnaðar og viðhalds.

Sé ákveðin sérfræðingur ekki hluti af starfshópi okkar þá höfum við samband við einhvern af þeim samstarfsfyrirtækjum og verktökum sem við höfum góðan aðgang að. Þannig reynir Launafl að bjóða uppá heildarlausnir í þeim verkefnum sem óskað er eftir.

Starfshættir fyrirtækisins einkennast af fagmennsku, þjónustu og gæðum.

Launafl ehf var stofnað árið 2006 af sex austfirskum fyrirtækjum með tilkomu Alcoa Fjarðaáli. Í dag eru stærstu eigendur félagsins Austurafl ehf, Rauðaþing ehf og Myllan stál og vélar ehf. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins er Magnús H. Helgason.

Launafl er með þjónustusamninga við ýmis fyrirtæki, þ.a.m. Alcoa Fjarðaál. Félagið þjónustar bæði fyrirtæki á svæðinu en einnig fjölda einstaklinga.

Gildi Launafls eru öryggi, áreiðanleiki og virðing