Þann 1. maí verður hið árlega Launaflshlaup í samvinnu við Krabbameinsfélag Austfjarða. Hlaupið verður frá verslun Launafls að Óseyri 9 á Reyðarfirði að Sundlaug Eskifjarðar, samtals 13,5 km.
Hlaupið hefst kl. 11:00. Skokkarar verða ræstir kl. 10:40.
Þátttökugjald er 1500 krónur sem rennur til Krabbameinsfélags Austfjarða en frítt er fyrir þátttakendur 16 ára og yngri.
Foreldrar taka ábyrgð á börnum sínum sem hlaupa. Skráning hjá Magnúsi: magnus@launafl.is eða hjá Hrefnu: kraus@simnet.is
Eftir hlaup verður frítt í sundlaugina á Eskifirði og boðið upp á kaffi og kleinur.
Farandbikar verður bæði fyrir karla og konur. Verðlaun fyrir 1. 2. og 3. sæti hjá báðum kynjum.