Eins og undanfarin ár verður 1. maí hlaup Launafls og Krabbameinsfélags Austfjarða n.k. miðvikudag.
Í ár mun Launafl styrkja félagið um kr. 200.000 og einnig rennur þátttökugjald keppenda til félagsins.
Krabbameinsfélag Austfjarða er góðgerðarfélag sem m.a. veitir stuðning og ráðgjöf til félaga sinna og fjölskyldna þeirra, sem greinst hafa með krabbamein. Félagið rekur skrifstofu þar sem starfar ráðgjafi. Hjá Krabbameinsfélaginu er vel haldið utan um fólk sem þarf á stuðningi að halda í veikindum. Endilega hjálpið okkur að styðja við félagið með þátttöku og samhug í verki.
Gagnlegar upplýsingar:
Þátttökugjald er 1.500kr. fyrir 16 ára og eldri en frítt fyrir þau sem yngri eru.
Hlaupið verður frá verslun Launafls að Óseyri 9 á Reyðarfirði að sundlaug Eskifjarðar, samtals 13,5 km.
Hlaupið hefst kl. 11:00 og skokkarar verða ræstir kl. 10:40.
Verðlaun fyrir 1. 2. og 3. sæti karla og kvenna.
Eftir hlaup verður frítt í sundlaug Eskifjarðar og boðið upp á kaffi og kleinur.