Á föstudaginn fögnuðum við ánægjulegum tímamótum þegar fyrsta íbúðin við Breiðamel var formlega afhent nýjum eiganda. Fyrsta skóflustungan var tekin 11. júlí í fyrra og styttist nú í að næstu íbúðir verði tilbúnar. Við erum afar stolt af okkar framlagi og þökkum öllum þeim sem komu að verkefninu á einn eða annan hátt fyrir frábært samstarf. Við óskum Ingu til hamingju með nýju íbúðina.