Launafl hefur hafið framkvæmdir við byggingu nýrrar skólphreinsistöðvar við Melshorn á Egilsstöðum í kjölfar undirritunar samnings við HEF-veitur. Um er að ræða fyrsta áfanga í verkefni sem miðar að því að bæta fráveitukerfi svæðisins. Verkið felur í sér byggingu á tveggja hæða stöðvarhúsi sem mun hýsa nýjustu tækni í skólphreinsun.