Nýtt íþróttahús

Föstudaginn 7. maí náðu vaskir sveinar byggingardeildar Launafls, ásamt Krönum ehf. og Krossavík ehf., þeim merka áfanga að koma upp flestum límtréseiningunum fyrir nýtt íþróttahús á Reyðarfirði.

Til lukku Fjarðabyggðarbúar! Nú hlýnar ykkur um hjartarætur, þó sumarið láti aðeins bíða eftir sér.