1. maí hlaup Launafls og Krabbameinsfélag Austfjarða úrslit

Hér eru úrslitin úr 1.maí hlaupi Launafls og Krabbameinsfélags Austfjarða.

Hlaupið var frá verslun Launafls á Reyðarfirði að sundlaug Eskifjarðar yfir Hólmaháls 13,5 km vegalengd.

Góð þátttaka var í hlaupinu miðað við veðrið, því það var austan strekkingur og kuldi, þar sem hlauparar fengu allan strenginn beint í fangið að Hólmahálsinum.

Philip Vogler hefur oftast mætt í hlaupið , en fór styttri vegalengdina, kom með þessar vísur að hlaupi loknu og var honum veittur smá glaðningur að því tilefni.

 

Þessar fóru lengri leið,

liprar riðu á vað.

Hraðskreiður enn hópur beið

uns hleypt var seinna af stað.

 

Vindar móti mannskap stríða,

mér ég ekkert flýt.

Horfi ég á firði fríða,

fyrsta maí ég nýt.

 

Í Eskifirði loks er lygnt,

langtum hleyp þar best

en fólk ei þarf að þykjast skyggnt

– í þaula rek ég lest.

 

Í sturtuklefanum spjallaði Philip við sigurvegara karla og langaði að hvetja til næsta hlaups Launafls.

Ennþá skal að ári sjást,

að allri fegurð hérna dást.

Við skal brekku og vinda kljást,

vinir bestu af hlaupaást.

 

Karlar

Gunnar Lárus Karlsson 00:59:26

Kjartan Bragi Valgeirsson 00:59:59

Sigurður Helgi Magnússon 01:00:57

Konur

Bergey Stefánsdóttir 01:05:33

Borghildur Sigurðardóttir 01:09:37

Þóra Jóna Árbjörnsdóttir 01:11:15

 

Launafl og Krabbameinsfélag Austfjarða þakka fyrir þáttöku og leggja góðu málefni lið