Tæknidagur fjölskyldunnar

Tæknidagur fjölskyldunnar var haldinn í Verkmenntaskóla Austurlands 13. apríl sl. Þar var áhersla lögð á tækni, vísindi, sköpun og þróun.

Launafl sýndi úrval af steinsögum sem notaðar eru í byggingardeild fyrirtækisins. Þar má nefna tvennskonar rafmagnsdrifnar sagir fyrir bæði blaut- og þurrsögun. Blikkdeildin sýndi litla loftræstistæðu sem hentar fyrir heimilin og verslun Launafls kynnti úrval af Milwaukee handverkfærum og öðrum vörum.


Það var virkilega skemmtilegt að taka þátt í þessu verkefni og sjá allt sem er í boði á Austurlandi.